Útgerðarmaður Guðrúnar Gísladóttur KE á leiðinni á strandstað
Örn Erlingsson, útgerðarmaður Guðrúnar Gísladóttur KE, sagði í samtali við Víkurfréttir að allar fréttir af ástandi skipsins væru óljósar. Örn sagðist hafa heyrt í skipverjum stuttu eftir að þeim var bjargað í björgunarþyrlur frá Bodö og amaði ekkert að þeim.Víkurfréttir náðu tali af Erni rétt áður en hann steig upp í flugvél á leið til Oslóar til að kanna aðstæður við Lófóten-eyjar. Beðið er eftir dráttarbát sem mun reyna að koma Guðrúnu á flot, en skipverjar hafa komið sér fyrir í bát norsku strandgæslunnar og bíða þeir átekta eftir björgunaraðgerðum skipsins.
Mynd frá norsku strandgæslunni.
Mynd frá norsku strandgæslunni.