Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 19. desember 2001 kl. 16:47

Útgerðafélagið Vísir í Sandgerði selt

Útgrðafélagið Vísir í Sandgerði hefur verið selt til Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Vísir gerir út bátinn Sigþór ÞH 100 á línu- og togveiðar og hjá fyrirtækinu unnu um 14 manns. Hörður Þórhallsson fyrrverandi eigandi Vísis segir nokkrar ástæður fyrir sölunni. Aðalástæðuna segir hann vera þá, að fjölmiðlaumræða um sjávarútveg sé bæði ósanngjörn og leiðinleg, eins sé erfitt að vera einyrki í sjávarútvegi og sjá aldrei neitt fram í tímann. Hörður segir nauðsynlegt að festa fiskveiðistjórnunina í landinu þannig að einyrkjar séu ekki í eilífri óvissu, hann segir kvótakerfið gott og nauðsynlegt stjórntæki við fiskveiðar hér við land. Allt tal um færeyska leið telur hann ekki vera af hinu góða. Elvar Aðalsteinsson hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar segir að báturinn verði fluttur og gerður út frá Eskifirði og því 14 störf töpuð í Sandgerði.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024