Útgáfumet hjá Víkurfréttum á þessu ári
Nýtt útgáfumet var slegið hjá Víkurfréttum á þessu ári. Í ár voru Víkurfréttir samtals 1396 blaðsíður. Inni í þessari tölu eru 51 tölublað af Víkurfréttum, sérblað um ljósanótt og sérstakt sumarblað Víkurfrétta. Samtals gera þetta rúmar 27 síður af Víkurfréttum miðað við 51 útgáfuviku.Árið 2000 voru síðurnar reyndar 8 fleiri en á þessu ári en þá voru sérblöð Víkurfrétta fleiri og útgáfuvikurnar 52.
Útgáfa Tímarits Víkurfrétta var í lágmarki á þessu ári en eingöngu voru gefin út þrjú tölublöð. Þau voru þó 64 síður hvert.
Fréttablað Varnarliðsins, The White Falcon taldi samtals um 600 blaðsíður á þessu ári.
Víkurfréttir hófu útgáfu á systurblaði Víkurfrétta í Hafnarfirði, Garðabæ og í Bessastaðahreppi á árinu. Þar komu út átta tölublöð á jafn mörgum vikum fyrir jól. Samtals um 200 blaðsíður, en blaðið, sem heitir Vikulega í Firðinum, var að jafnaði 24 síður á viku en stærra tvær síðustu vikurnar fyrir jól.
Fréttavefur Víkurfrétta, www.vf.is, hefur aldrei verið stærri en á þessu ári. Aðsókn af vefnum hefur vaxið hratt og er hann nú á meðal fimm stærstu fréttavefsvæða landsins og ávallt á meðal 25 stærstu vefsetra Íslands. Að jafnaði eru um 80-100 nýjar fréttir á síðunni í hverri viku.
Þá er ótalin útgáfa á stærsta golftímariti landsins, Golf á Íslandi sem kom út í þremur tölublöðum, samtals um 300 síður.
Útgáfa Tímarits Víkurfrétta var í lágmarki á þessu ári en eingöngu voru gefin út þrjú tölublöð. Þau voru þó 64 síður hvert.
Fréttablað Varnarliðsins, The White Falcon taldi samtals um 600 blaðsíður á þessu ári.
Víkurfréttir hófu útgáfu á systurblaði Víkurfrétta í Hafnarfirði, Garðabæ og í Bessastaðahreppi á árinu. Þar komu út átta tölublöð á jafn mörgum vikum fyrir jól. Samtals um 200 blaðsíður, en blaðið, sem heitir Vikulega í Firðinum, var að jafnaði 24 síður á viku en stærra tvær síðustu vikurnar fyrir jól.
Fréttavefur Víkurfrétta, www.vf.is, hefur aldrei verið stærri en á þessu ári. Aðsókn af vefnum hefur vaxið hratt og er hann nú á meðal fimm stærstu fréttavefsvæða landsins og ávallt á meðal 25 stærstu vefsetra Íslands. Að jafnaði eru um 80-100 nýjar fréttir á síðunni í hverri viku.
Þá er ótalin útgáfa á stærsta golftímariti landsins, Golf á Íslandi sem kom út í þremur tölublöðum, samtals um 300 síður.