Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útför Rúnars Júlíussonar í dag
Föstudagur 12. desember 2008 kl. 09:20

Útför Rúnars Júlíussonar í dag



Útför Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, föstudag kl 14:00. Búist er við fjölmenni við útförina og þess vegna verður henni sjónvarpað yfir í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, í Duushúsin í Reykjanesbæ og í Fríkirkjuna í Reykjavík þar sem hún verður sýnd á risaskjá og komið verður fyrir hljóðkerfi til að gestir geti notið talaðs máls og tónlistar í fullkomnum gæðum.

EXTÓN og STÖÐ 2 sjá um tæknilegan undirbúning, mynd og hljóðvinnslu.

Í Fríkirkjunni mun séra Hjörtur Magni Jóhannsson taka á móti kirkjugestum.
Kirkjan opnar kl. 13:00.

Aðdáendur, vinir og kunningjar Rúnars á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru hvattir til að fjölmenna í Fríkirkjuna og kveðja þennan vinsæla tónlistarmann með því  að taka þátt í athöfninni með þessum hætti.

Þá mun einnig verða hægt að fylgjast með útför Rúnars í beinni útsendingu á Visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024