Útför Kristins Veigars Sigurðssonar
Útför Kristins Veigars Sigurðssonar, fjögurra ára, sem dó af slysförum 1. desember eftir umferðarslys á Vesturgötu í Reykjanesbæ, var gerð frá Keflavíkurkirkju í gær. Sr. Sigfús B. Ingvason jarðsöng og las úr Mattheusarguðspjalli og Davíðssálmi. Kirkjukór Keflavíkurkirkju, Birgitta Haukdal og Magni Ásgeirsson fluttu tónlist við athöfnina. Líkmenn voru Rúnar Ingibergsson, Páll Björnsson, Jóhann Ólason og Arnar Frímannsson.