Útför Ingvars A. Jóhannssonar fjölmenn
Mikið fjölmenni var við útför Ingvars A. Jóhannssonar, fyrsta forseta bæjarstjórnar Njarðvíkur og eins af stofnendum Keflavíkurverktaka, en útförin fór fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag. Þá var Ingvar varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og sat tvisvar á Alþingi Íslendinga.Ingvar Aðalsteinn Jóhannsson fæddist í Reykjavík 26. maí 1931. Hann lést að heimili sínu að Árskógum 8 í Reykjavík þann 18. mars sl. á sjötugasta og fyrsta aldursári. Ingvar bjó til fjölda ára í Njarðvíkum ásamt konu sinni, Sigríði Höllu Einarsdóttur hárgreiðslumeistara.