Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. nóvember 2000 kl. 11:14

Útflutningsráð kynnir starfsemi sína

Útflutningsráð Íslands stendur fyrir opnum kynningarfundi á fimmtudaginn, frá kl. 8-9:30, í húsnæði Matarlystar Iðavöllum 1. Starfsmenn Útflutningsráðs munu kynna starfsemi sína og þau verkefni sem framundan eru. Einnig mun framkvæmdastjóri Bakkavarar segja frá því sem er á döfinni hjá þeim. Fundurinn er haldinn í samráði við Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar og er liður í fundarferð starfsmanna ráðsins um landið. Tilgangur ferðarinnar er að kynna starfsemi ráðsins, bæði fyriri atvinnuráðgjöfum á hverjum stað og einnig þeim fyrirtækjum sem stunda útflutning eða hyggja á hann. Með því gefst tækifæri á að kanna þarfir og hag fyrirtækja um allt land.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024