Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útboðsgögn vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar að verða tilbúin
Miðvikudagur 21. ágúst 2002 kl. 10:48

Útboðsgögn vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar að verða tilbúin

Það styttist í að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar verði boðnar út. Á blaðamannafundi fyrr í sumar með samgönguráðherra og fulltrúum Vegagerðarinnar var talað um að framkvæmdir gætu hafist með haustinu og að fyrsti áfanginn yrði boðinn út í sumar. Um er að ræða vegakaflann frá Hvassahrauni og upp á Strandarheiði, um 8 km. kafla. Verklok eru áætluð árið 2004 og er kostnaður rúmar 900 milljónir.Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Reykjanessumdæmis Vegagerðarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri unnið að lokafrágangi útboðsgagna hjá Vegagerðinni. Nákvæm dagsetning á auglýsingu liggur ekki fyrir og það væri nokkuð ljóst að útboðið fari ekki af stað í þessum mánuði. Málið muni skýrast betur á næstu dögum og frekari fréttir af framkvæmdinni verður að hafa eftir næstu viku, að sögn Jónasar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024