Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Utanvegaakstur við Kleifarvatn
Kleifarvatn. Mynd af vefnum Visit Reykjanes.
Þriðjudagur 2. október 2018 kl. 10:21

Utanvegaakstur við Kleifarvatn

Lögreglunni á Suðurnesjum var í fyrradag gert viðvart um utanvegaakstur við Kleifarvatn. Þegar lögreglumenn komu á staðinn gaf á að líta því bifreið sat föst í sandinum við vatnið, auk þess sem búið var að tæta og spóla upp á svæðinu í nágrenninu.

Tveir menn voru við bifreiðina og vildu þeir í fyrstu ekkert kannast við að hafa valið skemmdunum, einungis fest bifreiðina. 

Í viðtölum við þá viðurkenndu þeir svo utanvegaaksturinn en héldu þó stíft við þá frásögn að fleiri hefðu verið á ferð á svæðinu og hefðu þeir einnig rótað upp sandinum. Málið fer í hefðbundið ferli.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024