Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi
Föstudagur 8. júní 2007 kl. 15:38

Utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi

Utanvegaakstur og slæm umgengni er nokkuð sem því miður sést stundum í Reykjanesfólkvangi. Um síðastliðna páska mátti t.a.m. víða sjá för eftir motorcross-hjól sem skildu eftir skemmdir á viðkvæmum svæðum og er til marks um að því miður er til fólk sem er svo skyni skroppið að því er fyrirmunað að sýna umhverfi sínu smá virðingu.
Þrátt fyrir slóðalokanir og skilti sem banna fólki að ferðast utanvega mátti í vikunni sjá hrikalega umgengni í Stóra Hamradal, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.
Reykjanesfólkvangur hefur ráðið í fullt starf Landvörð í sumar sem mun sinna ýmsum verkefnum er miða að bættri umgengi og aðstöðu fyrir ferðamenn. Ábendingum um slæma umgengni og skemdarverk má koma í síma 6993706 og 8511947 hjá Soffíu Helgu Valsdóttur, Landverði.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024