Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Utankjörstaðakosning hafin í Keflavíkurprestakalli
Sr. Erla Guðmundsdóttir.
Þriðjudagur 28. apríl 2015 kl. 09:52

Utankjörstaðakosning hafin í Keflavíkurprestakalli

Föstudaginn 8. maí verður kostið til sóknarprests í Keflavík. Það er gert í framhaldi af nærri 2 þúsund undirskriftum frá sóknarbörnum í Keflavík til Bisskupsstofu þar sem farið var fram á almenna kosningu. Sr. Erla Guðmundsdóttir sem starfað hefur sem prestur í Keflavíkurkirkju síðustu sex árin er ein í kjöri. Ekki bárust aðrar umsóknir til sóknarprests.

Hafin er utankjörstaðakosning vegna kosningarinnar og fer hún fram í Oddfellowhúsinu í Keflavík dagana 27. og 29. apríl, og 2. og 5. maí frá kl. 15 til 18 nema laugardaginn 2. maí kl. 13-16.

Stuðningsmenn Erlu hvetja sóknarbörn í Keflavík að mæta á kjörstað þó hún sé ein í kjöri. „Erla að vel að embættinu komin en við viljum að hún hljóti góðan byr í nýtt hlutverk og vonum þess vegna að fólk komi og kjósi,“ sagði Kristinn Jakobsson, einn stuðningsmanna hennar í spjalli við VF.

Public deli
Public deli