Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningakosninga hefst á laugardaginn
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningar Hafnarfjarðar og Voga hefst laugardaginn 13. ágúst. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá sýslumönnum um land allt, sendiráðum, fastanefndum hjá alþjóðastofnunum og ræðismönnum Íslands. Um atkvæðagreiðsluna og kjörskrá gilda ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna, eftir því sem við á.
Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðið „já" ef hann er hlynntur tillögu samstarfsnefndar eða „nei" ef hann er mótfallinn tillögunni.