Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Utanbæjarpar lét greipar sópa í apótekum
Mánudagur 7. apríl 2014 kl. 14:47

Utanbæjarpar lét greipar sópa í apótekum

– vildu greinilega vera vellyktandi

Par sem handtekið var í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna ölvunar á almannafæri reyndist geyma ýmislegt í bakpoka sem það hafði meðferðis. Þar á meðal voru átta rakspíraglös í innsigluðum pakkningum. Grunur leikur á um um hafi verið að ræða þýfi úr apóteki í umdæminu frá því fyrr um daginn sem fólkið var handtekið.

Parið var látið sofa úr sér vímuna á lögreglustöðinni í Keflavík. Því var svo sleppt þegar það var komið sæmilega til ráðs og rænu. Þar með var þó sagan ekki öll, því frá lögreglustöðinni fór fólkið beinustu leið í annað apótek þar sem það stal fimm ilmvatnsglösum, að verðmæti ríflega 30 þúsund krónur. Starfsmaður þar kallaði lögreglu til og parið var því handtekið öðru sinni og flutt á lögreglustöð til skýrslutöku og þaðan til móts við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, því í umdæmi hennar er fólkið búsett.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024