Mánudagur 4. febrúar 2002 kl. 01:05
Utanáliggjandi stigi skal vera stigahús!

Sverrir Sverrisson hefur sótt um leyfi til að innrétta 2. hæð að Túngötu 1 (Nóatúns-húsið) sem skrifstofuhúsnæði, byggja utanáliggjandi stiga og setja upp flettiskilti skv. uppdráttum frá Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 21.01.02.Skipulags- og bygginganefnd hafnar stiga og gerir kröfu um stigahús á þessum stað. Flettiskilti er hins vegar samþykkt.