Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útafakstur á Stafnesvegi
Fimmtudagur 21. desember 2006 kl. 09:46

Útafakstur á Stafnesvegi

Fólksbifreið var ekið útaf Stafnesvegi við eyðibýlið Hóla um miðnætti.  Bifreiðin var mikið skemmd eftir urð og grjót og var tekinn burtu með kranabifreið.

Fram kemur í dagbók lögreglu að ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og hann meiddist ekki. Hann kvaðst hafa misst stjórn á bifreiðinni er refur hljóp í veg fyrir hana.

 

Myndin er úr safni Víkurfrétta

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024