Út í urð og grjót eftir misheppnaðan framúrakstur
Bílvelta varð í Kúagerði á Reykjanesbraut nú undir kvöld þegar bifreið sem reyndi framúrakstur hafnaði utan vegar. Að sögn vitnis var ökumaður lítillar bifreiðar að reyna framúrakstur á innri akbraut Reykjanesbrautarinnar. Missti ökumaðurinn vald á bíl sínum og fór útaf á milli akbrauta en síðan upp á innri akbrautina aftur og þaðan út í urð og grjót í Kúagerði.
Að sögn lögreglu urðu ekki alvarleg meiðsl á fólki. Bifreiðin er hins vegar nokkuð skemmd og var fjarlægð með dráttarbíl.
Myndir frá vettvangi slyssins nú áðan. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson