Úrslit í Suðurkjördæmi: Mjótt á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks
Samfylkingin hlaut flest atkvæði í Suðurlandskjördæmi en úrslit lágu loks fyrir klukkan 9:24 í dag. Vann flokkurinn þingsæti á kostnað Framsóknarflokksins en Ísólfur Gylfi Pálmason náði ekki kjöri. Hálfu prósentu munaði á fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.Samfylkingin hlaut 7.426 atkvæði eða 29,7%, Sjálfstæðisflokkurinn 7.307 atkvæði eða 29,2%, Framsóknarflokkurinn 5.934 atkvæði eða 23,7%, Frjálslyndi flokkurinn 2.188 atkvæði eða 8,7%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð 1.167 atkvæði og Nýtt afl 166 atkvæði eða 0,7%.
Framboð óháðra í Suðurkjördæmi, öðru nafni framboð Kristjáns Pálssonar sem sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn, hlaut 844 atkvæði eða 3,4% sem dugar ekki til að ná kjöri á þing.
Alls voru greidd 25.343 atkvæði en á kjörskrá voru 28.374 og kjörsókn því 89,3%. Auð og ógild atkvæði voru 311.
Kjördæmakjörnir þingmenn Suðurkjördæmis eru:
* Margrét Frímannsdóttir (S)
* Árni Ragnar Árnason (D)
* Guðni Ágústsson (B)
* Lúðvík Bergvinsson (S)
* Drífa Hjartardóttir (D)
* Hjálmar Árnason (B)
* Björgvin G. Sigurðsson (S)
* Guðjón Hjörleifsson (D)
* Magnús Þór Hafsteinsson (F)
Uppbótarþingmaður Suðurkjördæmis er:
* Jón Gunnarsson (S)
Byggt á mbl.is
Framboð óháðra í Suðurkjördæmi, öðru nafni framboð Kristjáns Pálssonar sem sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn, hlaut 844 atkvæði eða 3,4% sem dugar ekki til að ná kjöri á þing.
Alls voru greidd 25.343 atkvæði en á kjörskrá voru 28.374 og kjörsókn því 89,3%. Auð og ógild atkvæði voru 311.
Kjördæmakjörnir þingmenn Suðurkjördæmis eru:
* Margrét Frímannsdóttir (S)
* Árni Ragnar Árnason (D)
* Guðni Ágústsson (B)
* Lúðvík Bergvinsson (S)
* Drífa Hjartardóttir (D)
* Hjálmar Árnason (B)
* Björgvin G. Sigurðsson (S)
* Guðjón Hjörleifsson (D)
* Magnús Þór Hafsteinsson (F)
Uppbótarþingmaður Suðurkjördæmis er:
* Jón Gunnarsson (S)
Byggt á mbl.is