Úrslit í prófkjöri S-listans í Sandgerði
Ólafur Þór leiðir listann
Prófkjör S-lista Samfylkingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði fór fram í dag. Alls greiddu 232 manns atkvæði í prókfjörinu sem er um 22% atkvæðabærra manna í Sandgerði. Efstu þrjú sætin eru bindandi. Niðurstaða prófkjörsins var eftirfarandi:
- Ólafur Þór Ólafsson í 1. sæti.
- Sigursveinn Bjarni Jónsson í 2. sæti
- Fríða Stefánsdóttir í 3. sæti
- Andri Ólafsson í 4. sæti
- Kristinn Halldórsson í 5. sæti
- Helgi Haraldsson í 6. sæti
- Lúðvík Júlíusson í 7. sæti