Úrskurður um útburð á Kálfatjörn
Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á kröfu Vatnsleysustrandarhrepps um að hross og eigur íbúa á bænum Kálfatjörn, verði fjarlægðir af jörðinni með beinni aðfaraaðgerð.Undanfarin misseri hafa ábúendur Kálfatjarnar staðið stríði við yfirvöld um rétt sinn til ábúðar og nýtingar á jörðinni, en nú er dómur fallinn.