Úrskurðuð úr lífshættu
Í morgun úrskurðuðu læknar á brunadeild ríkisspítala Danmerkur í Kaupmannahöfn Aðalheiði Láru Jósefsdóttur úr lífshættu. Verður Aðalheiður að öllum líkindum útskrifuð af spítalanum eftir tvær vikur og kemur þá heim til Íslands. Fyrir um mánuði síðan brenndist Aðalheiður lífshættulega og var hún í kjölfarið send til Danmerkur til meðferðar vegna brunans. Hefur Aðalheiður gengist undir tvær húðágræðsluaðgerðir þar sem húð hefur verið tekin af efri hluta líkama hennar og grædd á neðri hlutann.
Hér má lesa viðtal við móður Aðahleiðar sem birtist í Víkurfréttum á fimmtudag.