Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Úrskurðarnefnd felldi deiliskipulag úr gildi
Mánudagur 20. september 2010 kl. 13:28

Úrskurðarnefnd felldi deiliskipulag úr gildi


Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag sem bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti vorið 2008 fyrir hafnarsvæði bæjarins eða svokallað suðursvæði. Ástæðan er kæra frá íbúum. Auk þess höfðu borist athugasemdir frá Fornleifavernd ríkisins, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Íbúar við Norðutún 6 í Sandgerði höfðu krafist þess að deiliskipulagið yrði fellt úr gildi á þeirri forsendu að útsýni til sjávar frá Norðurtúni og Miðtúni myndi skerðast eða hverfa með öllu gengi skipulagið eftir. Það myndi leiða til lækkunar á fasteignaverði.
Á sínum tíma hafi þáverandi bæjaryfirvöld einnig gefið loforð um að aldrei yrði byggt á svæðinu. Einnig benda kærendur á að svæðið liggi neðar stórstraumsflóði á stórum kafla og þess vegna þurfi gríðarlega uppfyllingu til að ná fyrirskipaðri grunnhæð væntanlegra bygginga og muni svæðið allt því hækka um meira en fjóra metra.

Í þeim rökum sem Sandgerðisbær setti fram segir m.a. fram að deiliskipulagið eigi sér stoð í aðalskipulagi bæjarins 1997 – 2017, með síðari breytingum. Hvað varði athugasemd kærenda þess efnis að útsýni þeirra til sjávar muni skerðast er bent á að samkvæmt skipulagi bæjarins sé svæðið neðan Strandgötu verslunar- athafna- og iðnaðarsvæði.

Nánar er fjallað um þetta mál á vefnum www.245.is í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024