Úrhelli framundan
Faxaflói
Suðaustan 8-13 m/s og talsverð rigning, en norðvestan 13-18 undir hádegi. Suðvestan 5-10 og skúrir með kvöldinu, en suðaustan 15-20 og talsverð rigning á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 21.10.2007 06:41. Gildir til: 22.10.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Sunnan- og suðvestanátt, víða 10-15 m/s og rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA- og A-landi.
Á miðvikudag:
Stíf suðvestanátt og skúrir, en þurrt og bjart veður A-lands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast austast.
Á fimmtudag:
Sunnanátt og rigning, einkum S- og V-lands. Fremur hlýtt.
Á föstudag og laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning.
Spá gerð: 21.10.2007 07:57. Gildir til: 28.10.2007 12:00.
Af vef Veðurstofunnar