Úrgangsolíu hellt niður við Helguvíkurveg
Úrgangsolíu var hellt niður við Helguvíkurveg. Atvikið var tilkynnt til Brunavarna Suðurnesja en tveir brúsar með um 50 lítrum af úrgangsolíu fundust við veginn. Stór göt voru á brúsunum og hafði eitthvert magn af olíu farið niður í jarðveginn.Þar sem ekki var talin hætta á mengunarslysi var þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar fengin til að fjarlægja olíuna. Að öðrum kosti hefðu Brunavarnir Suðurnesja gripið til viðeigandi ráðstafana.