Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppsteypa hjúkrunarheimilis hafin
Fimmtudagur 19. júlí 2012 kl. 10:15

Uppsteypa hjúkrunarheimilis hafin

Framkvæmdir við byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ eru hafnar og ganga vel. Fyrsta steypa var lögð í undirstöður byggingarinnar í gær, en verktakinn, Hjalti Guðmundsson ehf. vinnur nú að fyrsta áfanga framkvæmda. Í því felst að steypa upp sökkla, kjallara og plötu fyrstu hæðar.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki í lok september og þá verði strax hafist handa við næsta áfanga þess sem er uppsteypa og frágangur utanhúss.

Nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ verður 4.350 m2 að stærð, með 60 nýtískulegum einstaklingsíbúðum, en auk þess verður hluti af þegar byggðri þjónustumiðstöð á Nesvöllum nýtt fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis.  Stefnt er að því að taka nýtt hjúkrunarheimili í notkun í byrjun ársins 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024