Uppsteypa á kerskála álvers Norðuráls í Helguvík hófst í morgun
Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun en alls starfa nú um 100 manns á svæðinu hjá ýmsum undirverktökum við byggingu álversins.
Áætlað er að heildarkostnaður við fyrsta áfangann verði 60 - 70 milljarðar íslenskra króna.
Umhverfisstofnun hefur gefið úr starfsleyfi vegna álvers í Helguvík en áformað er að það hefji álframleiðslu síðla árs 2010 og hefur það heimild til að framleiða allt að 250.000 tonn af áli árlega. Norðuráli verður gert skylt að nýta sér bestu fáanlegu tækni við mengunarvarnir en enn á eftir að tryggja álverinu losunarheimildir og leysa raforkuflutninga.
Ljósmyndir: Dagný Gísladóttir