Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í gatnakerfi Reykjanesbæjar
Malbikunarframkvæmdir við Krossmóa.
Fimmtudagur 15. apríl 2021 kl. 11:36

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í gatnakerfi Reykjanesbæjar

Árleg viðhaldsþörf gatnakerfis Reykjanesbæjar er um 300 milljónir króna. Hins vegar hefur bæjarfélagið aðeins varið 60 til 120 milljónum króna undanfarin ár til viðhalds gatna og því er uppsöfnuð viðhaldsþörf orðin mikil. Þetta segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, í erindi til bæjarráðs.

„Mörg undanfarin ár höfum við ekki getað viðhaldið götum bæjarins sem skyldi og er nú ástandið orðið með þeim hætti að við erum farin að hafa verulegar áhyggjur,“ segir í erindinu. Mikið af götum er komið á rautt stig sem þýðir að yfirborð gatnanna er orðið það slæmt að ef ekki verður farið í að fræsa og yfirleggja göturnar er hætt við að burðarvirki vegarins skemmist og þá er um að ræða mun kostnaðarsamari viðgerðir. Þessar viðhaldsframkvæmdir eru metnar á 450 til 500 milljónir króna. Sviðsstjóri umhverfissviðs vildi upplýsa bæjarráð um stöðuna og óskaði jafnframt eftir afstöðu bæjarráðs til málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024