Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppskeruhátíð Vaxtarsamnings Suðurnesja á fimmtudag
Þriðjudagur 3. desember 2013 kl. 14:02

Uppskeruhátíð Vaxtarsamnings Suðurnesja á fimmtudag

Fimmtudaginn 5. desember kl. 17 verður tilkynnt um úthlutun styrkja Vaxtarsamnings Suðurnesja í fjórða sinn. Athöfnin fer fram í bíósal Duushús.

Samningur um Vaxtarsamning var gerður milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisins til fjögurra ára og er sá samningur nú að renna sitt skeið á enda. Það þýðir þó ekki að þetta góða verkefni sem hefur hleypt krafti í nýsköpun á svæðinu, haldi ekki áfram.

Á þessu tímabili hafa mörg frábær sprota- og þróunarverkefni hlotið stuðning. Verkefni sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Þetta kraftmikla fólk, sem hefur brennandi áhuga á því sam það er að gera, nær vonandi allt markmiðum sínum, segir í frétt á vef Vaxtarsamnings Suðurnesja. Styrkur frá Vaxtarsamningi hefur fyrir marga frumkvöðla verið mikil hvatning og viðurkenning fyrir verkefnið og hleypt enn frekari krafti í vinnuna. Uppskeruhátíðin er opin öllum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024