Uppselt í gistingu á ATP
Tónlistarhátíðin á Ásbrú virðist vinsæl
Uppselt er í gistingu á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties, eða ATP Iceland sem fram fer á Ásbrú í sumar. Hátíðin er haldin í annað sinn á Ásbrú en það er Keflvíkingurinn Tómas Young sem kom henni á koppinn á Íslandi í fyrra. Tómas sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ, sér um skipulag hátíðarinnar.
Hægt var að panta gistingu á Ásbrú og nú hafa erlendir gestir sem ætla að koma á hátíðina keypt upp allt gistirými. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Í dag eða á morgun munu skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynna um næsta holl listamanna sem kemur fram á hátíðinni. Nú þegar er búið að segja frá því að Portishead og Interpol mæti ásamt fjölda íslenskra listamanna.