Uppselt á Villa Vill í kvöld
-Söngvaskáld á Suðurnesjum fer vel af stað
Uppselt er á tónleika um Vilhjálm Vilhjálmsson sem fram fara í Hljómahöll í kvöld en tónleikarnir eru þeir fyrstu í nýrri tónleikaröð, Söngvaskáld á Suðurnesjum, sem miðar að því að kynna ríkan tónlistararf Suðurnesja í tali og tónum.
Fjallað verður um lífshlaup og feril þessa ástsæla tónlistarmanns en söngvari er Elmar Þór Hauksson og á píanó Arnór B. Vilbergsson. Kynnir er Dagný Gísladóttir.
Næstu tónleikar verða helgaðir Sigvalda Kaldalóns héraðslækni Keflavíkinga sem bjó í Grindavík um margra ára skeið en eftir hann liggja perlur eins og Hamraborgin, Á sprengisandi, Ísland ögrum skorið og að sjálfsögðu Suðurnesjamenn.
Síðustu tónleikarnir verða svo haldnir í apríl en þeir verða tileinkaðir söngskáldinu Jóhanni Helgasyni.
Miðasala er á tix.is.