Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppselt á frumsýningu
Miðvikudagur 29. ágúst 2018 kl. 16:31

Uppselt á frumsýningu

- diskóstuð á Ljósanótt

Með diskóblik í auga verður frumsýnt í kvöld í Andrews Theatre en uppselt er á tónleikana.

Það eru stjórnurnar Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Valdimar og Pétur Örn sem munu þenja raddböndin en þeim til halds og traust er hljómsveit hússins undir dyggri stjórn Arnórs B. Vilbergssonar og kynnir er að venju Kristján Jóhannsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil keyrsla verður á sýningunni að sögn tónleikarahaldara og verður hún að stórum hluta keyrp á syrpum enda mikið úrval af góðri diskótónlist. "Við lofum stanslausu stuði, og ég er ekki viss um að fólk geti setið kjurt í sætum sínum," sagði Guðrandur Einarsson einn af skipuleggjendum á generalprufu í gær en einnig munu dansarar verða áberandi í sýningunni að þessu sinni.

Tvær sýningar verða haldnar á sunnudeginum á Ljósanótt kl. 16 og 20 og er miðasala í fullum gangi á midi.is.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á General æfingu í gærkveldi.