Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppselt á frumsýningu
Miðvikudagur 31. ágúst 2016 kl. 14:43

Uppselt á frumsýningu

-Kántrý í Andrews

Uppselt er á frumsýningu á sýningunni Hvernig ertu í Kántrýinu? sem fram fer í Andrews Theatre í kvöld kl. 20:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Segja má að sýningin þjófstarfi Ljósanótt sem sett verður á morgun en jafnframt verða tvær sýningar á sunnudeginum k. 16 og 20.

Sveitatónlistin er í forgrunni að þessu sinni og fara söngvararnir Björgvin Halldórsson, Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Eyjólfur Kristjánsson fyrir stórhljómsveit undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar.

Fluttir verða íslenskir og erlendir kántrýslagarar sem hæfilegum trega og bömmer auk þess sem tónleikagestir fá að fræðast um þessa tónlistarstefnu sem vinsæl var í kananum í den.