Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 28. júní 2003 kl. 16:38

Uppsagnir hjá ÍAV á Keflavíkurflugvelli

Tug starfsmanna Íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli var sagt upp í gær. Flestir eru járniðnaðarmenn. Stefán Friðfinnsson forstjóri segir að ekki sé von á hópuppsögn hjá fyrirtækinu, uppsagnirnar nú séu eðlilegar og skýrist af því að ákveðnum verkefnum sé lokið. Um hver mánaðarmót séu nokkrir ráðnir eða nokkrum sagt upp eftir því hvernig einstök verk ganga. Uppsagnirnar taka gildi um næstu mánaðarmót en flestir starfsmennirnir hafa 3 til 6 mánaða uppsagnarfrest. Hjá Íslenskum aðalverktökum starfa um 500 manns, þar af tæp 60% á Keflavíkurflugvelli. RÚV greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024