Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. nóvember 2003 kl. 08:56

Uppsagnir á Vellinum: Varnarliðið boðar fund árdegis

Formenn verkalýðsfélaga á Suðurnesjum og trúnaðarmenn starfsmanna hafa verið boðaðir á fund  nú árdegis með starfsmannastjóra Varnarliðsins til að ræða um samráð vegna uppsagna.

Verkalýðsfélögin kröfðust þess á dögunum að uppsagnir um 90 starfsmanna Varnarliðsins  yrðu dregnar til baka þar sem ekki hafi verið staðið löglega að þeim. Ekkert samráð hafi verið haft eins og kveðið sé um í lögum. Í kjölfar þess dró Varnarliðið svo uppsagnirnar til baka í síðustu viku og hét því að taka upp viðræður við verkalýðsfélögin um niðurskurðinn og uppsagnirnar á Vellinum.

Á fundi starfsmannahaldsins í dag verður væntanlega rætt um samráð um uppsagnirnar en Varnarliðið hefur bent á að tafir á uppsögnunum geti þýtt að segja verði enn fleiri upp störfum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024