Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Uppsagnir 156 starfsmanna APA afturkallaðar
Föstudagur 25. janúar 2019 kl. 16:11

Uppsagnir 156 starfsmanna APA afturkallaðar

Um 70 manns missa vinnuna. 500 manns munu starfa hjá Airport Associates í sumar

 
Airport Associates hefur afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Það er gert í framhaldi af þróun mála frá því sú ákvörðun var tekin en þá var óvissa með flugáætlanir hjá flugfélögum og sérstaklega hjá WOW air.

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri APA segir að fækkunin í starfmannafjölda muni þó verða nálægt 30% miðað við síðasta ár og um 500 manns muni verða við störf hjá fyrirtækinu þegar ferðamannatíðin muni ná hámarki í sumar. Um 700 manns störfuðu hjá félaginu síðasta sumar.

Airport Associates þjónustar um 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Starfsemi félagsins hófst 1997. Árið 2012 störfuðu um 100 manns yfir háannatíma hjá félaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024