Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Upplýsingar um stolnu tölvurnar
Þriðjudagur 12. apríl 2005 kl. 14:33

Upplýsingar um stolnu tölvurnar

Tölvuverslunin Samhæfni hefur sent frá sér upplýsingar um gerð, vörunúmer og serialnúmer fartölvanna sem stolið var úr versluninni í nótt. Með þessu getur fólk séð hvort það sé verið að bjóða þýfi til sölu sé það ásetningur þeirra er brutust inn í verslunina í nótt.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna fartölvurnar sem stolið var:
Fyrri tölvan er af gerðinni HP nx9020, vörunúmer PG720EA, serialnúmer CNF5020L5R. Seinni tölvan er af gerðinni  HP nx8220, vörunúmer PG804EA, serialnúmer CNU510G2F6.

Þeir sem kunna að verða varir við þessar tölvur eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í Keflavík.

Mynd: tölva af gerðinni HP Compaq nx 9020 eins og önnur þeirra sem saknað er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024