Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 15. nóvember 2000 kl. 09:23

Upplýsingaöflun um fyrirtæki á Suðurnesjum

Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar gengst fyrir fyrirtækjakönnun þessa dagana en 1600 spurningalistar voru sendir fyrirtækjum á Reykjanesskaganum. Markmið könnunarinnar er að safna upplýsingum um fyrirtæki sem starfrækt eru á svæðinu og fjölda starfsmanna. Einnig er spurt um menntun starfsmanna, stjórnendur beðnir að spá fyrir um þörf á vinnuafli árið 2005 og þörf á sérmenntun þess starfsfólk sem þá verður á vinnumarkaði. Að sögn Helgu Sigrúnar, atvinnuráðgjafa hjá MOA, eru upplýsingar af þessu tagi afar mikilvægt stjórntæki fyrir þá sem sinna atvinnuþróun og nauðsynlegt fyrir skrifstofuna að fá sem besta svörun til að hægt sé að fá heildarmynd af atvinnulífi á svæðinu. Þá er einnig afar mikilvægt að fá sem gleggstar upplýsingar um stjórnendur, tengiliði og netföng þeirra til að Markaðs- og atvinnumálaskrifstofan geti komið upplýsingum á framfæri til atvinnulífsins. „Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr þessarri könnun liggi fyrir upp úr áramótum en það ræðst vissulega af því hve skjótt svör berast“, segir Helga Sigrún að lokum og hvetur stjórnendur fyrirtækja til að póstsenda spurningalistann hið allra fyrsta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024