Upplýsingamiðstöðin í FLE: Reykjanesbær dregur sig út úr rekstrinum
Reykjanesbær hefur ákveðið að hætta hlutdeild bæjarins í rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar í Leifsstöð. Upplýsingamiðstöðin hefur af hluta til verið rekin af Ferðamálastofu en að meirihlua af Reykjanesbæ.
Helsta ástæður þess að Reykjanesbær kýs að hætta aðkomu sinni að rekstrinum er hár rekstrarkostnaður, ófullnægjandi aðstaða og staðsetning upplýsingamiðstöðvarinnar.
Komið hefur í ljós að mikill tími starfsfólks upplýsingamiðstöðvarinnar fór í að svara fyrirspurnum um flugstöðina. Samkvæmt mælingum voru 70-80% fyrirspurna af þeim toga. Einnig fór mikill tími í að svara fyrir einstök fyrirtæki, t.d. um samgöngur til Reykjavíkur. Upplýsingamiðstöðin í Leifsstöð er landamæraupplýsingamiðstöð sem þýðir að hennar hlutverk er að benda ferðamönnum á alla þjónustu um allt land, ekki eingöngu á því svæði sem hún starfar.
Þessi ákvörðum hefur ekki áhrif áframhaldandi starfsemi Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness í Kjarna.