Upplýsingamiðstöð ferðamála líklega í Gömlu búð
Gert er ráð fyrir að Menningarskrifstofa Reykjanesbæjar og Upplýsingamiðstöð ferðamála verði fluttar í Gömlu búð næsta sumar, samkvæmt fundargerð Menningarráðs Reykjanesbæjar frá 12. janúar síðastliðnum. Á fundinum fór sviðsstjóri yfir stöðu framkvæmda við Gömlu búð og Fischershús og upplýsti að vinnu við ytra byrði beggja húsanna færi nú brátt að ljúka og þá yrði gert hlé á framkvæmdum í Fischershúsi í bili en farið í endurgerð innanhúss í Gömlu búð. Ráðið ræddi ýmsar hugmyndir um nýtingu Fischershúss þegar framkvæmdum þar yrði lokið.