Upplestrarkeppni í Grindavík
Grunnskóli Grindavíkur tók að þessu sinni í fyrsta sinn þátt í stóru upplestrarkeppninni og fór undankeppnin fram í skólanum þriðjudaginn 7. mars. Þá voru valdir átta nemendur af 13 til að taka þátt í lokakeppninni í Grindavík.Lokakeppnin fór svo fram við hátíðlega athöfn í sal skólans 14. mars að viðstöddu fjölmenni. Auk frábærs upplesturs nemendanna allra flutti Einar Njálsson bæjarstjóri, stutt ávarp og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur léku á hljóðfæri. Að lokum stóð Jón Júlíus Karlsson uppi sem sigurvegari og hlaut hann í verðlaun 15 þús. krónur frá Sparisjóðnum í Grindavík. Í 2. sæti var John Friðrik Grétarsson og hlaut hann 10 þús. kr. frá Sparisjónum og í 3. sæti var Erla Rut Jónsdóttir og hlaut hún 5 þús. kr. Auk þess fengu sigurvegararnir bókina Íslensk orðsnilld að gjöf frá Máli og menningu. Allir þátttakendur, þ.e. allir 7. bekkingar, fengu síðan afhent viðurkenningarskjöl frá aðstandendum keppninnar. Veitingar voru boðnar í hléi og gaf Mjólkursamsalan drykkina.