Uppi í kálgörðum hjá Garðmönnum
- Dragnótaveiðar hafnar í Faxaflóa
Dragnótaveiðar hófust að nýju í Garðsjónum í vikunni eftir hlé á veiðunum í sumar. Fjölmargir snurvoðarbátar stunda veiðarnar og aflinn er að mestu koli. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarvoginni í Keflavík þá fara veiðarnar rólega af stað þetta haustið en afli bátanna hefur verið um fimm tonn eftir daginn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Örn KE 14 á veiðum skammt undan landi í Garði á þriðjudagskvöld. Garðmenn segja bátana reyndar alveg uppi í kálgörðum.