Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppgrip á uppboði sýslumanns
Laugardagur 27. ágúst 2005 kl. 15:24

Uppgrip á uppboði sýslumanns

Fjölmargir gerðu góð kaup á uppboði Sýslumannsins í Keflavík í dag. Þar var í boði margvíslegur varningur sem hefur verið gerður upptækur hjá embættinu síðustu fimm ár.

Meðal þess sem fólk gat fengið voru hljómflutningstæki af ýmsum gerðum, hnefaleikabúnaður, skartgripir og allt upp í bifreið og mótorhjól.

Mikill fjöldi var saman kominn í vöruhúsinu ofan við hús embættisins en ljóst var að margir höfðu minnstan áhuga á að kaupa eitthvað af varningnum, heldur komu til að skoða hvað var í boði og hverjir keyptu hvað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024