Uppfært hættumatskort sýnir gossprunguna
Veðurstofa Íslands hefur gefið út nýtt hættumatskort. Á kortinu má sjá að gossprungan sem opnaðist í morgun hefur verið merkt inn á kortið, sem má sjá hér að neðan.
Ljósmynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sýnir einnig gossprunguna vel. Stóra-Skógfell í forgrunni og ljósin í orkuverinu í Svartsengi hægra megin. Myndina tók Björn Oddsson frá Almannavörnum.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				