Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppfæra mynd til að fyrirbyggja misskilning
Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birtir í morgun kort sem sýnir eldsuppkomunæmi eftir atburði síðustu klukkustunda. Athygli vekur að einn af þeim stöðum er í byggð í Grindavík.
Miðvikudagur 10. mars 2021 kl. 11:05

Uppfæra mynd til að fyrirbyggja misskilning

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birtir í morgun kort sem sýnir eldsuppkomunæmi eftir atburði síðustu klukkustunda. Athygli vekur að einn af þeim stöðum er í byggð í Grindavík.

Uppfært:

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur sett inn mynd frá því í morgun að nýju (sjá myndina að neðan) með skýringum Þar segir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sæl öll,
Til að fyrirbyggja miskilning er myndin send inn aftur, Svæðið innan gulasvæðisins er þar sem kvika hefur verið greind. Svæði sem koma fram utan þess eru fyrst og fremst spennulosunarsvæði, afleiðing þess að kvika er á hreyfingu innan gula afmarkaða svæðinu.

Einar Jón Pálsson, bæjarfulltrúi í Suðurnesjabæ skrifar athugasemd við færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands í morgun og segir:

Verð að segja að framsetning á þessu korti er ekki Háskólasamfélaginu til sóma að mínu mati, þetta hræðir alla sem búa á þessu svæði, kortin fara í dreyfingu án skýringa.
Það er ekkert sem hefur komið fram hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem styður það að möguleiki sé á gosi undir fótum Grindvíkinga. Bið ykkur um að huga að því að fólk á þessu svæði er margt mjög hrætt núna.
Hverjar eru líkurnar í % að ykkar mati að það fari að gjósa undir fótum Grindvíkinga?

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands svarar Einari Jóni:
„Engar eins og stendur.“
Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands bætir svo við:
„Við komum til með að skýra myndirnar betur í framhaldi, meningin var ekki að valda fári.“


Fyrsta frétt VF af fyrra kortinu er hér að neðan:

„Athuga ber að langmestar líkur eru á að það komi til með að gjósa á Fagradalsfjallssvæðinu. Blettir koma nú víða fram vegna sjálftavirkni næturinnar. Á fundi á mánudag var ekki talið að ummerki kvikuhreyfinga væri hægt að greina á þeim svæðum. Á vísindamannaráðs fundi almannavarna verður farið yfir skjálfta og önnur ummerki utan Fagradalssvæðisins og metið hvort að kvika sé á hreyfingu annarsstaðar en innan Fagradalsfjallssvæðis,“ segir í færslu vísindamanna Háskóla Íslands.

Fólk er á síðunni hvatt til að spyrja ef eitthvað er óljóst og þar er vísindafólkið m.a. spurt á hverju það sé byggt að gosið geti í Grindavík.

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands svarar því til að svæðin utan Fagradalsfjall eru að fyrsta mati fyrst of fremst spennulosunarstaðir. Þegar það var ritað rétt fyrir kl. 11 í morgun hafa ekki greinst merki um kviku utan Fagradalsfjallssvæðis.