Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppbyggingarsjóður framlengir umsóknarfrest
Fimmtudagur 30. apríl 2015 kl. 15:28

Uppbyggingarsjóður framlengir umsóknarfrest

Frestur umsókna í Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja hefur verið framlengdur til 11. maí kl. 16:00. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og hlutverk hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um Sóknaráætlun Suðurnesja sem gildir frá árinu 2015 til 2019.

Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans. Markmiðið er jafnframt að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna.

Með samningi þessum verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi styrkveitinga. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur veitt styrki til menningarmála í gegnum Menningarsamning Suðurnesja og til þróunar- og nýsköpunarverkefna í gegnum Vaxtarsamning Suðurnesja.

Báðir þessir sjóðir eru nú sameinaðir í einn styrktarsjóð sem nú heitir Uppbyggingarsjóður Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024