Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Uppbygging í Grindavíkurhöfn
Mynd frá framkvæmdum í Miðgarði/ grindavik.is
Fimmtudagur 30. nóvember 2017 kl. 12:32

Uppbygging í Grindavíkurhöfn

Verið að endurbyggja Miðgarð í Grindavíkurhöfn um þessar mundir en nú þegar er búið að reka 60 metra af stálþili niður og binda það með akkerisstöngum við akkerissteina sem standa 15 metra frá stálþili innar í þekju hafnarinnar.

Þegar vinna hófst þá í ljós að akkerisstangirnar og akkeri eru í svipaðri stærð og þau nýju en þegar gamlar teikningar voru skoðaðar af gamla stálinu voru gömlu akkerissteinarnir og stangirnar töluvert ofar en reiknað var með í hönnunargögnum fyrir stálkantinn. Þetta hefur því orsakað töluvert púsl við að koma akkerissteinum og stöngum fyrir á rétta staði. Þetta kemur fram á grindavik.is.

Public deli
Public deli