Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppbygging álvers í Helguvík er einstakt tækifæri
Mánudagur 11. september 2006 kl. 12:36

Uppbygging álvers í Helguvík er einstakt tækifæri

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn í Vogum 9. september 2006, lýsir fullum stuðningi við fyrirhuguð áform um byggingu álvers í Helguvík. Í kjölfar stærstu hópuppsagna í sögu þjóðarinnar, með ákvörðun Bandaríkjamanna um brotthvarf varnarliðsins, er brýnt að fleiri sterkar stoðir séu settar undir atvinnulíf á svæðinu.
Uppbygging álvers er einstakt tækifæri sem nú býðst til að auka framboð vel launaðra starfa á svæðinu, sem gætu hentað sem framtíðarstörf fyrir fjölmarga sem nú hverfa úr störfum á vegum Varnarliðsins.

Staðsetning í Helguvík þykir einstaklega hentug og orkufyrirtæki telja sig geta lagt til umhverfisvæna orku sem þarf til að knýja álverið. Að því gefnu að öllum ytri skilyrðum sé fullnægt hljóta afskipti stjórnvalda fyrst og fremst að miða að því að liðka til fyrir framvindu þessa verkefnis.  Fundurinn ítrekar að allra umhverfissjónarmiða sé gætt við tilhögun verkefnisins og að álverið verði til fyrirmyndar á heimsvísu í slíku tilliti.

Þessi ályktun var samþykkt með 27 atkvæðum og 1 var á móti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024