Uppboð á óskilamunum í vörslum lögreglunnar á morgun
Uppboð á óskilamunum í vörslu Lögreglunnar á Suðurnesjum verður haldið á morgun, föstudaginn 31. maí 2013 kl 15.00 við lögreglustöðina í Keflavík, Hringbraut 130.
Aðallega er um að ræða reiðhjól. Hér með er skorað á þá sem hafa glatað reiðhjólum og öðrum munum að athuga hjá lögreglunni hvort þar sé hlutina að finna.