Unnu skemmdir á byggingarsvæði
Skemmdarverk voru unnin á byggingarsvæði Akurskóla í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Þar innandyra hafði lyftara verið ekið um og einhverjar skemmdur unnar á veggjum og byggingarstoðum.
Bifreið skemmdist nokkuð í umferðarslysi á Nesvegi við Reykjanesvita í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðinn en ekki urðu slys á fólki.
Þá hafði lögregla afskipti af tveimur unglingum sem voru á reiðhjóli án þess að hafa hjálma á höfði.