Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Unnið við undirstöður hótels við Leifsstöð
Þriðjudagur 4. janúar 2011 kl. 10:31

Unnið við undirstöður hótels við Leifsstöð

Framkvæmdir við hótelbyggingu í nágrenni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ganga hægar en upphafleg áform gerðu ráð fyrir. Fyrsta skóflustungan var tekin um miðjan mars á síðasta ári og þá kom fram í fréttum að áætlaður byggingartími væri 14 mánuðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í gær, um níu mánuðum eftir að skóflustungan var tekin, var unnið við sökkul hótelsins. Byggingin á að verða 3200 fermetrar með 60-70 herbergjum.


Byggingaaðili hótelsins er Anton ehf., samkvæmt frétt frá síðasta ári, en rekstur hótelsins verður í samvinnu við Hótel Smára í Kópavogi. Byggingarstjóri er Gunnar Gunnarsson húsasmíðameistari, arkitekt er Kristinn Ragnarsson hjá KRark.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi