Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnið við hættulegar aðstæður í flughálu Berginu
Þriðjudagur 30. desember 2003 kl. 15:24

Unnið við hættulegar aðstæður í flughálu Berginu

Það getur verið glæfralegt að skipta um perur í ljósunum á berginu, en það er fyrirtækið Nesraf sem sér um peruskiptin. Hjörleifur Stefánsson rafverktaki og Gestur Eyjólfsson starfsmaður í Nesraf fóru út á berg fyrir jólin til að skipta um peru í einu ljósinu. Að sögn Hjörleifs eru alltaf tveir menn á ferð til að skipta um perur á berginu því erfitt getur verið að komast að perustæðunum. „Við erum alltaf með taugar festar í okkur og hættum ekki á neitt,“ segir Sveinbjörn en venjulega þarf að skipta um fimm perur á ári. „Í ár höfum við skipt um sjö perur og er það meira en venjulega. Hugsanlega eru þetta perur sem hafa verið frá upphafi.“ Ljósin á berginu setja mikinn svip á Keflavík, enda eru þau eitt helsta vörumerki ljósnætur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024